Illa verðmerkt í sérvöruverslunum

Verðmerkingum í sérvöruverslunum á Egilsstöðum er almennt ábótarvant samkvæmt könnun sem Neytendastofa gerði nýverið. Skoðaðar voru matvöruverslanir, bakarí og sérvöruverslanir.

 

ImageVerðmerkingar voru kannaðar í nítján sérvöruverslunum, bæði inni í verslunum og í sýningargluggum þar sem það átti við. Ríflega 60% verðmerkinga voru ekki í lagi.
Tvær matvöruverslanir voru heimsóttar. Valdar voru 25 vörur af handahófi í hvorri, kannað hvort þær væru verðmerktar og hvort verðmerking í hillu væri í samræmi við verð í kassa. Alls voru skoðaðar 50 vorur og voru verðmerkingar 20% þeirra í ólagi.
Fellabakarí var heimsótt, þar voru ekki gerðar athugasemdir við verðmerkingar.
Neytendastofa hefur sent þeim aðilum þar sem ástæða er talin til að gera athugasemdir bréf og þeim gefinn kostur á að laga verðmerkingar. Í tilkynningu frá stofnunni segir að könnuninni verði fylgt eftir og ákvarðanir um hugsanleg viðurlög vegna slæms ástands verðmerkinga teknar ef þurfa þykir. Ábendingum vegna rangra eða ófullnægjandi verðmerkinga má koma til neytendastofa í gegnum rafræna Neytendastofu á vefslóðinni rafraen.neytendastofa.is.

Ástand verðmerkinga í matvöruverslunum:
Í lagi: 80%
Óverðmerkt: 12%
Hærri í kassa: 4%
Lægri í kassa: 4%

Verðmerkingar í verslunum sérvöruverslana:
Ábótavant: 63%
Í lagi: 37%

Verðmerkingar í sýningarglugga sérverslana:
Á ekki við: 84%
Í lagi: 6%
Ábótavant: 5%
Óverðmerkt: 5%

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.