Skip to main content

Hátíð skáldsins í Breiðdal

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. nóv 2008 08:24Uppfært 08. jan 2016 19:19

Efnt er til hátíðar í Breiðdal í dag sunnudag, vegna útkomu nýrrar bókar Guðjóns Sveinssonar, Litir og ljóð úr Breiðdal. Auk skáldsins sjálfs og Páls Baldurssonar sveitarstjóra Breiðdælinga, mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur stíga á stokk og fjalla um bókina.
imgp1969.jpg

Útgáfuhátíðin verður í Gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík og hefst kl. 16 í dag. Auk ávarps sveitarstjóra og umfjöllunar Soffíu Auðar mun skáldið lesa úr bók sinni og Magnús Stefánsson, formaður Félags ljóðaunnenda á Austurlandi, flytja lokaorð
Tónlist vefst um hið talaða orð því karlakórinn Stakir jakar mætir til leiks. Þá opnar samhliða sýning á myndum og ljóðum úr Litum og ljóðum í Breiðdal í kaupfélagshúsinu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Ljósmyndin er fengin af vef Breiðdalshrepps og er af Guðjóni Sveinssyni skáldi við að árita bækur.