Hæsta tré sem fellt hefur verið á Íslandi

Í gær, þriðjudaginn 3. febrúar, átti sér stað sögulegur atburður í Hallormsstaðarskógi en þá felldi starfsfólk Skógræktar ríkisins 22 metra háa alaskaösp. Um er að ræða hæsta tré sem fellt hefur verið á Íslandi. Viðurinn verður nýttur í smíði gufubaðs við Mógilsá.

sauna_2.jpg

Tréð, sem er tæplega 40 ára gamalt, á að nota í setbekki í gufubað sem er í smíðum við Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Kjartan Kjartansson, ráðsmaður þar á bæ, hefur haft veg og vanda af gerð gufubaðsins. „Við hér á Mógilsá fengum gefins lítið bjálkahús fyrir nokkrum árum,” segir Kjartan. „Í gegnum tíðina hefur verið safnað í starfsmannasjóð hér og við höfum nýtt peningana til kaupa á ýmsu inn í húsið, t.d. saunaofni. Restina höfum við síðan smíðað úr efni úr skóginum.”

Að er segir á vef Skógræktar ríkisins er gufubaðið nú óðum að verða tilbúið, því von er á alaskaöspinni stóru innan skamms. Ástæðan fyrir því að ösp varð fyrir valinu þegar vantaði efni í bekki er sú að viðurinn leiðir hita illa og því bærilegt að sitja á bekkjum úr ösp. „Hugmyndin með gufubaðinu er sú að starfsmenn geti látið hugmyndir sínar gerjast við góðan hita að loknum vinnudegi,” segir Kjartan.

sauna_1.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Myndir fengnar af vef Skógræktar ríkisins)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.