Skip to main content

Hæsta tré sem fellt hefur verið á Íslandi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. feb 2009 15:52Uppfært 08. jan 2016 19:19

Í gær, þriðjudaginn 3. febrúar, átti sér stað sögulegur atburður í Hallormsstaðarskógi en þá felldi starfsfólk Skógræktar ríkisins 22 metra háa alaskaösp. Um er að ræða hæsta tré sem fellt hefur verið á Íslandi. Viðurinn verður nýttur í smíði gufubaðs við Mógilsá.

sauna_2.jpg

Tréð, sem er tæplega 40 ára gamalt, á að nota í setbekki í gufubað sem er í smíðum við Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Kjartan Kjartansson, ráðsmaður þar á bæ, hefur haft veg og vanda af gerð gufubaðsins. „Við hér á Mógilsá fengum gefins lítið bjálkahús fyrir nokkrum árum,” segir Kjartan. „Í gegnum tíðina hefur verið safnað í starfsmannasjóð hér og við höfum nýtt peningana til kaupa á ýmsu inn í húsið, t.d. saunaofni. Restina höfum við síðan smíðað úr efni úr skóginum.”

Að er segir á vef Skógræktar ríkisins er gufubaðið nú óðum að verða tilbúið, því von er á alaskaöspinni stóru innan skamms. Ástæðan fyrir því að ösp varð fyrir valinu þegar vantaði efni í bekki er sú að viðurinn leiðir hita illa og því bærilegt að sitja á bekkjum úr ösp. „Hugmyndin með gufubaðinu er sú að starfsmenn geti látið hugmyndir sínar gerjast við góðan hita að loknum vinnudegi,” segir Kjartan.

sauna_1.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Myndir fengnar af vef Skógræktar ríkisins)