Hornafjarðarmanni í kvöld

Hornafjarðarmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fer fram í kvöld. Á síðasta móti fyrir ári voru tæplega hundrað keppendur og keppnin sérstaklega spennandi. Bæði þurfti bráðabana í útsláttakeppninni og úrslitaspilinu. Mótið verður í Nýheimum og hefst kl. 20 í kvöld. Þátttökugjald er það sama og fyrir tólf árum eða 500 krónur og frítt fyrir grunnskólanemendur.

images.jpg

Þetta er tólfta árið sem mótið er haldið og sigurvegarar hafa samkvæmt upplýsingum af vefnum hornafjordur.is orðið þessir:

2007 Snorri Jónsson
2006 Hans Christensen
2005 Sverrir Guðmundsson
2004 Rannveig Sverrisdóttir
2003 Steinunn Óladóttir
2002 Björn Ólafsson
2001 Signý Ingvadóttir
2000 Þorgerður Sigurðardóttir
1999 Rannveig Sigurðardóttir
1998 Elvar Unnsteinsson
1997 Sigurjón Steindórsson

Albert Eymundsson er útbreiðslustjóri Hornafjarðarmannans.

classic-playing-cards.png
Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.