Skip to main content

Hornafjarðarmanni í kvöld

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. des 2008 09:17Uppfært 08. jan 2016 19:19

Hornafjarðarmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fer fram í kvöld. Á síðasta móti fyrir ári voru tæplega hundrað keppendur og keppnin sérstaklega spennandi. Bæði þurfti bráðabana í útsláttakeppninni og úrslitaspilinu. Mótið verður í Nýheimum og hefst kl. 20 í kvöld. Þátttökugjald er það sama og fyrir tólf árum eða 500 krónur og frítt fyrir grunnskólanemendur.

images.jpg

Þetta er tólfta árið sem mótið er haldið og sigurvegarar hafa samkvæmt upplýsingum af vefnum hornafjordur.is orðið þessir:

2007 Snorri Jónsson
2006 Hans Christensen
2005 Sverrir Guðmundsson
2004 Rannveig Sverrisdóttir
2003 Steinunn Óladóttir
2002 Björn Ólafsson
2001 Signý Ingvadóttir
2000 Þorgerður Sigurðardóttir
1999 Rannveig Sigurðardóttir
1998 Elvar Unnsteinsson
1997 Sigurjón Steindórsson

Albert Eymundsson er útbreiðslustjóri Hornafjarðarmannans.

classic-playing-cards.png