Hlymsdalir skal hún heita

Ný félagsaðstaða eldri borgara á Fljótsdalshéraði ber nafnið Hlymsdalir. Aðstaðan er á 530 fermetrum á jarðhæð nýbyggingar í miðbæ Egilsstaða og hin glæsilegasta. Malarvinnslan byggði húsið. Íbúðir eru enn í smíðum á efri hæðum og ætlaðar fólki yfir miðjum aldri.

 

 

 

 

 

 

 Á myndinni má sjá Önnu Einarsdóttur afhenda hjónunum Erlu Jóhannsdóttur og Boga Ragnarssyni viðurkenningu fyrir nafngift húsnæðisins.

hlymsdalir_1.jpg

Félagsmiðstöðin Hlymsdalir var formlega tekin í notkun í dag. Um sjötíu gestir voru viðstaddir. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir vígði aðstöðuna og bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, formaður Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði og fleiri fluttu ávörp. Jafnframt voru félagsmiðstöðinni gefnar góðar gjafir. Efnt var til samkeppni um gott nafn á húsnæðið og bárust tillögur að 56 nöfnum. Anna Einarsdóttir hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs afhenti hjónunum Erlu Jóhannsdóttur og Boga Ragnarssyni á Eyvindará viðurkenningu fyrir vinningstillöguna og hlýtur aðstaðan því nafnið Hlymsdalir. Nafnið kemur úr fornaldarsögum Norðurlanda; úr Völsungasögu og Ragnars sögu Loðbrókar. Hlymsdalir koma og fyrir í ljóði Gríms Thomsen og læknisbústaðurinn á Djúpavogi ber sama nafn.

 

 

 

 

 hlymsdalir5.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.