Orkumálinn 2024

Hleypur á snærið

Í liðinni viku var þorskkvótinn aukinn um 30.000 tonn eins og flestir vita, en hvað þýðir þetta í raun fyrir lítil samfélög eins og Fáskrúðsfjörð? Jú það að til dæmis bara Loðnuvinnslan hf. fær í sinn hlut um það bil 275 tonn, sem er að sögn Kjartans Reynissonar útgerðastjóra hartnær mánaðar vinnsla til sjós og lands og munar um minna.

89e03b59-2012-4a7a-984f-78389ed05044.jpg

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í síðustu viku út reglugerð þar sem hámarksafli í þorski er aukinn um 30 þúsund tonn. Heildaraflamark verður því 160 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári, í stað 130 þúsund tonna sem áður hafði verið ákveðið.

Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að með þessari ákvörðun sé stefnt að nokkru hægari uppbyggingu viðmiðunarstofns og  hrygningarstofns en áður hafði verið áformað.
Jafnframt er gert ráð fyrir að á næsta fiskveiðiári verði heildaraflamark í þorski eigi lægra en 160 þúsund tonn.

  1bbf94eb-6c9a-4bee-b489-e1dd30f5d4da.jpg  

Myndir:  Óðinn Magnason

Myndirnar eru úr sal í frystihúsi LVF og húsakosti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.