Hægir á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs

Sýnt er að hægja muni umtalsvert á uppbyggingu í nýjum Vatnajökulsþjóðgarði vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Nú hefur til dæmis verið ákveðið að fresta byggingu þjóðgarðsgestastofu á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Byrja átti á byggingunni í haust.

gjli2l1d.jpg

 

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fundar fljótlega. Vonir eru bundnar við að ríkið veiti fé til uppbyggingar í þjóðgarðinum þrátt fyrir kreppuástand og því beðið ákvarðana um fjárveitingar hins opinbera á næsta ári. 

Vatnajökulsþjóðgarður var formlega stofnaður 7. júní sl. Fyrsta nýja gestastofan átti að rísa á Skriðuklaustri og í kjölfarið stofur á Kirkjubæjarklaustri, Höfn og við Mývatn. Stofan á Skriðuklaustri var áætluð um 565 fermetrar og byggingarkostnaður hennar 170 milljónir króna. Ljóst er að slíkt verkefni hefði komið sér vel í þeim þrengingum sem nú eru á byggingavinnumarkaði á Fljótsdalshéraði.

Dreifbýlis- og hálendisnefnd Fljótsdalshéraðs, sem tók málefni Vatnajökulsþjóðgarðs til meðferðar í vikunni, hvetur bæjarstjórn til að skora á Alþingi að það láti ekki yfirstandandi efnahagsþrengingar koma niður á fjárskuldbindingum til þjóðgarðsins. Nefndin líti svo á að þjóðgarðurinn geti orðið dreifbýli sveitarfélagsins mikil lyftistöng. Þá telur nefndin að kynning þjóðgarðsins hefði mátt vera meiri í fjórðungnum og beinir því til svæðisráðs að halda hið fyrsta opinn fund þar sem kynntar verði hugmyndir að verndaráætlun, skipulagi þjóðgarðsins og atvinnumöguleikum í tengslum við hann.

gjli2l1f.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.