Hernámsins minnst á Reyðarfirði
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. júl 2008 08:55 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Íbúar Fjarðabyggðar minnast í dag hernámsins á Reyðarfirði í fyrsta sinn.
Fyrir 68 árum sigldi 26 þúsund tonna herflutningaskipið Andes inn Reyðarfjörð og setti þar á land fjölmennt herlið. Þá bjuggu um 300 manns á Búðareyri en talið er að hermennirnir hafi orðið þrjú þúsund þegar flestir voru. Fyrst komu breskir hermenn en síðar norskir og bandarískir.
Hernámsins verður minnst með göngu frá Molanum upp í Stríðsárasafn kl. 17:00. Fólk er hvatt til að mæta í fötum sem minna á þennan tíma, sögur af hernáminu verða rifjaðar upp og hermenn slást með í för.
Hernámsins verður minnst með göngu frá Molanum upp í Stríðsárasafn kl. 17:00. Fólk er hvatt til að mæta í fötum sem minna á þennan tíma, sögur af hernáminu verða rifjaðar upp og hermenn slást með í för.