Heimir næsti þjálfari Fjarðabyggðar?

Hann segist vera að skoða sín mál. “Ég viðurkenni að mér finnst gaman að þjálfa þetta lið. Hitt er svo annað mál að samkvæmt kröfum KSÍ um þjálfara í 1. deild þá hef ég ekki menntun til að gegna þjálfarastarfi hjá Fjarðabyggð. Sérstakt UEFA próf þarf til að vera þjálfari 1. deildar liðs. Ég er langt frá því að hafa UEFA prófið.” segir Heimir.
Vitað er til þess að allmargir þjálfarar í úrvalsdeild og 1. deild hafa fengið undanþágu frá KSÍ til að þjálfa án þess að hafa UEFA gráðuna. Hversu lengi KSÍ mun veita undanþágur vegna þessa er ekki vitað. Hins vegar er ljóst að heimamaðurinn Heimir Þorsteinsson er einn af þeim sem kemur sterklega til greina sem næsti þjálfari liðsins. Vitað er af áhuga þungavigtarmanna í “knattspyrnuheimi” austfjarða á að ráða heimamann í þjálfarastarfið frekar en að ráða “pjakka” úr bænum.