Orkumálinn 2024

Grunur um íkveikju

Lögregla í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði hefur rökstuddan grun um að kveikt hafi verið í parhúsi við Stekkjargrund á Reyðarfirði aðfararnótt mánudagsins var. Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út um hálffimm um morguninn, eftir að nágrannar höfðu gert viðvart um eldinn og vakið upp íbúa í húsinu þar sem eldurinn kviknaði. Sá komst ómeiddur út og slökkviliðið náði að ráða niðurlögum eldsins á nokkrum mínútum. Skemmdir urðu á húsinu af völdum sóts og reyks. Lögreglan er með málið til rannsóknar og segir alvarlegt ef um íkveikju er að ræða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.