Grunnskóli Reyðarfjarðar í toppformi

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að Grunnskóli Reyðarfjarðar varð í fyrsta sæti í flokki skóla með 150-399 nemendur í Lífshlaupi ÍSÍ. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni sem lauk nýlega og snerist um keppni í hreyfingu á landsvísu með þátttöku skóla, vinnustaða og einstaklinga. Það kom í ljós að nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar eru sérlega duglegir að hreyfa sig og náðu því framúrskarandi árangri.

grunnskli_reyarfjarar.jpg

 

Á meðan keppnin stóð yfir voru dregnar út ávaxtakörfur til þátttakenda daglega og voru krakkarnir í 4. og 8. bekk svo heppin að vera dregin út. Starfsfólk skólans var einnig skráð til leiks og varð hópurinn í 11. sæti af 65 í sínum flokki. Skólinn hefur fengið senda viðurkenningarskildi bæði fyrir flesta daga í hreyfingu og flestar mínútur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.