Grunnskóli Reyðarfjarðar í toppformi

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að Grunnskóli Reyðarfjarðar varð í fyrsta sæti í flokki skóla með 150-399 nemendur í Lífshlaupi ÍSÍ. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni sem lauk nýlega og snerist um keppni í hreyfingu á landsvísu með þátttöku skóla, vinnustaða og einstaklinga. Það kom í ljós að nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar eru sérlega duglegir að hreyfa sig og náðu því framúrskarandi árangri.

grunnskli_reyarfjarar.jpg

 

Á meðan keppnin stóð yfir voru dregnar út ávaxtakörfur til þátttakenda daglega og voru krakkarnir í 4. og 8. bekk svo heppin að vera dregin út. Starfsfólk skólans var einnig skráð til leiks og varð hópurinn í 11. sæti af 65 í sínum flokki. Skólinn hefur fengið senda viðurkenningarskildi bæði fyrir flesta daga í hreyfingu og flestar mínútur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar