Grænni framtíð

Kynning verður á verkefninu „Vistvernd í verki“ á Gistihúsinu Egilsstöðum í kvöld, mánudagskvöldið 5. janúar og hefst hún kl. 20. Um er að ræða kynningu á námskeiðum sem verða í boði fyrir bæði heimili og fyrirtæki.

152_vistverndlogo.jpg

Verkefnið er alþjóðlegt samfélagsverkefni sem hefur það að markmiði að leiðbeina þátttakendum í leit þeirra að sjálfbærum lífsstíl og samfélagi. Þátttaka í svo kölluðum visthóp en námskeiðið er byggt upp i visthópa er árangursrík leið til að taka upp vistvænan lífsstíl. Þar er lögð áhersla á að þeir sem taka þátt velji aðgerðir og geri breytingar í átt að sjálfbærari lífstíl. Þegar talað er um að verkefnið snúist um sjálfbæran lífstíl, er verið að vísa meðal annars í að nýting auðlinda verði betri og mengun verði minni. Einnig er verið að horfa til sparnaðar í fjármálum heimilanna, betri heilsu og virkri þátttöku í samfélaginu.

Námskeiðið er byggt upp á hópastarfi eins og fyrr segir og eru visthópar stofnaðir þar sem 5 – 8 fulltrúar heimila koma saman á fræðslufundi. Fundirnir eru 7 á tólf vikna tímabili. Hver hópur hefur með sér þjálfaðan leiðbeinanda og allir þátttakandir fá handbók og vinnubók þar sem enn frekari upplýsingar eru og einnig er hægt að skrá niður árangur starfsins. Leiðbeinandinn stýrir fyrsta og síðasta fundi hvers hóps en hópurinn starfar sjálfstætt þess á milli.

Bókin sem hver þátttakandi fær er skipt í 5 megin viðfangsefni; sorp, orka, samgöngur, innkaup og vatn og er hvert efni tekið fyrir á fundunum. Þá er farið enn frekar yfir ýmis atriði í rekstri heimilanna og reynt að finna leiðir til úrbóta. Fundirnar eru að hámarki tvær klukkustundir.
Fljótsdalshérað hvetur Héraðsbúa til að skrá sig í visthóp og/eða koma á kynninguna sem verður á Gistihúsinu í kvöld. Þeir sem vilja skrá sig nú þegar í visthóp bendum við á að fara inn á http://www.landvernd.is/vistvernd.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.