Glímumenn styrktir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. sep 2008 23:19 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur styrkt glímumenn og Val og félagið í kjölfar fra´bærs árangurs á heimsmeistaramótinu í glímu fyrir skemmstu.
Fjarðabyggð hefur samþykkt að veita glímumönnum úr Val á Reyðarfiðri styrk upp á samtals 75.000 krónur vegna flugfars á heimsmeistaramótið í glímu í Hróarskeldu í Danmörku. Glímuráði Vals fær einnig 100.000 krónur úr afreksmannasjóði sem viðurkenningu fyrir heimsmeistaratitil og frábæran árangur á mótinu.