Skip to main content

Gleði og skúrir á Sólstöðuhátíð á Seyðisfirði – Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. jún 2025 17:50Uppfært 27. jún 2025 17:51

Skaftfell á Seyðisfirði stóð um síðustu helgi fyrir sérstakri sumarsólstöðuhátíð þriðja árið í röð. Rigning sem var fyrr á ferðinni en spáð var setti strik í reikninginn.


Miðpunktur hátíðarinnar var lítill markaður fyrir framan Skaftfell, en búið var að loka þar fyrir umferð og búa til lítið torg. Bæjarbúar voru nýmættir í gleðina og komnir í gírinn þegar byrjaði að rigna.

Reiknað hafði verið með úrkomu, en varla fyrr en síðar um kvöldið. Svæðið tæmdist hratt, fólk fór annað hvort inn í Skaftfell eða heim til sín en seljendur flúðu í gömlu bensínstöðina, sem orðin er að bakarí. Þar var haldið áfram með ýmsa viðburði fram eftir kvöldi.

Einna mesta þrautsegju sýndi plötusnúðurinn Ra sem spilaði áfram, reyndar undir tjaldi, framan við Skaftfell þótt flestir áheyrendur væru flúnir annað.

[widgetkit id="373" name="20250621: Sólstöðuhátíð á Seyðisfirði"]