Giftu sig á bökkum Breiðdalsár
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. sep 2008 14:57 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Það er ekki á hverjum degi sem að gifting fer fram á bökkum veiðiár en laugardaginn 13. september, kl. 12 á hádegi, voru gefin saman við Prestastreng í Tinnudalsá Ólöf Anna Jónsdóttir og Guðjón Þór Pétursson. Prestur var Séra Gunnlaugur Stefánsson frá Heydalaprestakalli.

Svaramenn voru Herleifur Halldórsson og Nanna Snorradóttir. Söfnuður Birgir Reynisson og Ragnhildur Bjarnadóttir. Til hamingju Ólöf og Guðjón!
Annars fer að styttast í lok vertíðar en veitt verður til 30. september í öllum okkar ám. Ljóst er að veiði var almennt góð þó stundum hafi verið sveiflur vegna þurrka eða eins og nýverið einnig vegna flóða sem sett hafa einhver strik í reikninginn.
Ljósmynd: Strengir.is