Giftu sig á bökkum Breiðdalsár

Það er ekki á hverjum degi sem að gifting fer fram á bökkum veiðiár en laugardaginn 13. september, kl. 12 á hádegi, voru gefin saman við Prestastreng í Tinnudalsá Ólöf Anna Jónsdóttir og Guðjón Þór Pétursson. Prestur var Séra Gunnlaugur Stefánsson frá Heydalaprestakalli. gifting_breiddalsa_strengi.jpg
Svaramenn voru Herleifur Halldórsson og Nanna Snorradóttir. Söfnuður Birgir Reynisson og Ragnhildur Bjarnadóttir. Til hamingju Ólöf og Guðjón!

Annars fer að styttast í lok vertíðar en veitt verður til 30. september í öllum okkar ám. Ljóst er að veiði var almennt góð þó stundum hafi verið sveiflur vegna þurrka eða eins og nýverið einnig vegna flóða sem sett hafa einhver strik í reikninginn.

Ljósmynd: Strengir.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.