Skip to main content

Fyrsta síldin til manneldis

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. jún 2008 14:24Uppfært 08. jan 2016 19:18

svn_sild_taeki.jpg
Færeyska skipið Carlton KG-381 kom með fyrsta síldarfarminn í manneldisvinnslu til Norðfjarðar í gær sunnudag.  

Á vefsíðu SVN kemur fram að þessi síld var kærkomin til að prufukeyra nýbreyttan vinnslusal fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar hf.  Undanfarið hafa verið gerðar gagngerar breytingar á vinnslusal fiskiðjuversins til að auka framleiðslu síldarafurða og lofar þessi fyrsta vinnsla góðu varðandi framtíðina.  

Mynd: Gagngerar breytingar hafa verið gerðar í vinnslulínu SVN til að auka framleiðslu síldarafurða. (Ljósmynd: SVN.is