Fyrsta einkasýning Sjafnar í sjö ár

Laugardaginn 12. des. kl. 17:00 opnar myndlistarmaðurinn Sjöfn Eggertsdóttir sýningu sína ,,Ein heima" í Sláturhúsinu en þar verða sýnd 6 ný olíumálverk. Allir eru velkomnir á opnun og verða léttar veitingar í boði. Í tilkynningu segir að mikil tilhlökkun ríki og sönn ánægja sé að fá einkasýningu frá Sjöfn, en hún hefur ekki haldið einkasýningu í 7 ár.

sjofn_a_net.jpg

Sýningin mun standa til 23. desember og verður opin virka daga frá 14-22 og helgar frá 14-18.

 

Sjöfn er Austfirðingum að góðu kunn. Hún er fædd í Reykjavík árið 1949 og ólst þar upp þar til hún flutti í Hérað árið 1994 og býr og starfar í Fellabæ þar sem hún er með vinnustofu.

Hún stundaði sitt nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-1986 og útskrifaðist úr málaradeild. Auk þess nam hún áður 2 vetur við Myndlistarskóla Reykjavíkur, einn vetur við Listaskólann Myndsýn sem Einar Hákonarson stjórnaði og síðan nokkra vetur hjá Sverri

Haraldssyni listmálara. Sjöfn hefur haldið nokkrar einkasýningar á höfuðborgarsvæðinu og á

Egilsstöðum, síðast í Gallerí Klaustur á Skriðuklaustri árið 2002, auk þessa hefur hún tekið þátt í samsýningum mjög víða. Var Sjöfn einnig ein af þeim listakonum sem stóðu á bak við Hús handanna á Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.