Fyrsta einkasýning Sjafnar í sjö ár

Laugardaginn 12. des. kl. 17:00 opnar myndlistarmaðurinn Sjöfn Eggertsdóttir sýningu sína ,,Ein heima" í Sláturhúsinu en þar verða sýnd 6 ný olíumálverk. Allir eru velkomnir á opnun og verða léttar veitingar í boði. Í tilkynningu segir að mikil tilhlökkun ríki og sönn ánægja sé að fá einkasýningu frá Sjöfn, en hún hefur ekki haldið einkasýningu í 7 ár.

sjofn_a_net.jpg

Sýningin mun standa til 23. desember og verður opin virka daga frá 14-22 og helgar frá 14-18.

 

Sjöfn er Austfirðingum að góðu kunn. Hún er fædd í Reykjavík árið 1949 og ólst þar upp þar til hún flutti í Hérað árið 1994 og býr og starfar í Fellabæ þar sem hún er með vinnustofu.

Hún stundaði sitt nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-1986 og útskrifaðist úr málaradeild. Auk þess nam hún áður 2 vetur við Myndlistarskóla Reykjavíkur, einn vetur við Listaskólann Myndsýn sem Einar Hákonarson stjórnaði og síðan nokkra vetur hjá Sverri

Haraldssyni listmálara. Sjöfn hefur haldið nokkrar einkasýningar á höfuðborgarsvæðinu og á

Egilsstöðum, síðast í Gallerí Klaustur á Skriðuklaustri árið 2002, auk þessa hefur hún tekið þátt í samsýningum mjög víða. Var Sjöfn einnig ein af þeim listakonum sem stóðu á bak við Hús handanna á Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar