Skip to main content

Flugvél brotlenti á Egilsstaðanesi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. sep 2008 23:54Uppfært 08. jan 2016 19:18

Lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Egilsstaðatúni um klukkan ellefu í kvöld. Einn erlendur flugmaður var í vélinni. Hann slasaðist ekki alvarlega en fór í athugun á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum. Vélin var að koma frá Grænlandi.egilsstadanes_crash.jpg

 

Mikið myrkur var á vettvangi, en á verksummerkjum má sjá að vélin hefur brotlent á rennblautu túninu á Egilsstaðanesi, um 400-500 metrum frá flugbrautarenda Egilsstaðaflugvallar. Mikil mildi er að flugmaðurinn slasaðist ekki meir en raun ber vitni því flugvélin virðist hafa skautað og skoppað um hundrað metra á túninu áður en hún stöðvaðist. Á verksummerkjum sést að vélin hefur kastast yfir skurð og raun einskær heppni að hún skildi ekki fá á sig kröftugt högg þar.

Flugvélin er talsvert löskuð. Beyglur eru á skrokki vélarinnar auk þess sem vængir og nef hafa skaddast. Vélin er af gerðinni Piper og rúmar fimm farþega og flugmann.

Ekki er fullljóst hver var undanfari flugslyssins. Aðstæður á ellefta tímanum á Egilsstöðum þegar slysið varð voru erfiðar. Mikil rigning og þoka var á staðnum. Líklegt er talið flugmaðurinn hafi komið fullbratt niður úr blindaðflugi í gegnum þokuna og ekki náð að hækka flugið til að ná að lenda á sjálfri flugbrautinni. Þar voru lendingarljós kveikt.

img_7392.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_7396.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_7408.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_7410.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmyndir: Austurglugginn.is/Einar Ben