Fólki fjölgar á Djúpavogi

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Austurlandi hefur fólki mest fjölgað í Djúpavogshrepp, um sex manns eða 1,33% og einnig hefur fjölgað á Seyðisfirði. Eru þetta einu byggðarlögin sem fjölgar í samkvæmt tölunum.

Íbúum fækkar í sjö sveitarfélögum Austurlands af níu. Í tveimur langfjölmennustu sveitarfélögunum, Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði fækkar íbúum umtalsvert sem skýrist að langmestu leyti af búferlaflutningi erlendra verkamanna tengdum Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls erlendis. Hið sama má væntanlega segja um fækkun íbúa Fljótsdalshrepps. Íbúum í Fjarðabyggð fækkar úr 5.111 þann 1. desember 2007 í 4.736 1. desember síðastliðinn og á Fljótsdalshéraði fækkaði íbúum úr 4.073 í 3.707.

2008 2007 2006

breyting 08

 
Vopnafj 674 701 712 -27 -3,85%
Seyðisfj 717 716 726 1 0,14%
Borgarfj 142 146 146 -4

-2,74%

Breiðdalshr 197 218 244 -21 -9,63%
Djúpavogshr 456 450 463 6 1,33%
Hornafj 2110 2120 2186 -10 -0,47%
Fjarðab 4736 5111 5705 -375 -7,34%
Fljótsdalshreppur 143 366 524 -223 -60,93%
Fljótsdalshérað 3707 4073   4644   -366   -8,99%
12.882 13.901 15.350 -1.019

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.