Fljótsdalshérað sigraði Akureyringa í Útsvari

Lið Fljótsdalshéraðs hafði betur í Útsvari Sjónvarps í kvöld og er því komið í fjögurra liða úrslit. Þau Þorsteinn Bergsson, Stefán Bogi Sveinsson og Margrét Urður Snædal öttu kappi við lið Akureyringa og unnu með 86 gegn 83 stigum norðanmanna. Oft var mjótt á munum og sló úr og í með gengi Fljótsdalshéraðs í spurningakeppninni. Þau lönduðu þó sigri á lokasprettingum. Auk þess að vera komin í fjögurra liða úrslitin eru Héraðsbúarnir stigahæstir og einnig næst stigahæstir keppenda á vetrinum.

tsvar_1.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.