Skip to main content

Fljótsdalshérað sigraði Akureyringa í Útsvari

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. feb 2009 21:06Uppfært 08. jan 2016 19:19

Lið Fljótsdalshéraðs hafði betur í Útsvari Sjónvarps í kvöld og er því komið í fjögurra liða úrslit. Þau Þorsteinn Bergsson, Stefán Bogi Sveinsson og Margrét Urður Snædal öttu kappi við lið Akureyringa og unnu með 86 gegn 83 stigum norðanmanna. Oft var mjótt á munum og sló úr og í með gengi Fljótsdalshéraðs í spurningakeppninni. Þau lönduðu þó sigri á lokasprettingum. Auk þess að vera komin í fjögurra liða úrslitin eru Héraðsbúarnir stigahæstir og einnig næst stigahæstir keppenda á vetrinum.

tsvar_1.jpg

Lið Fljótsdalshéraðs hafði betur í Útsvari Sjónvarps í kvöld og er því komið í fjögurra liða úrslit. Þau Þorsteinn Bergsson, Stefán Bogi Sveinsson og Margrét Urður Snædal öttu kappi við lið Akureyringa og unnu með 86 gegn 83 stigum norðanmanna. Oft var mjótt á munum og sló úr og í með gengi Fljótsdalshéraðs í spurningakeppninni. Þau lönduðu þó sigri á lokasprettingum. Auk þess að vera komin í fjögurra liða úrslitin eru Héraðsbúarnir stigahæstir og einnig næst stigahæstir keppenda á vetrinum.

tsvar_1.jpg