Flóð í Breiðdalsá

Mikið hefur rignt í Breiðdalsá og segjast leiðsögumenn veiðiþjónustunnar Strengja ekki muna eftir öðru eins.

 

Fram að flóði hafi komið að meðaltali um 20 laxar á land á dag en í vikunni hefur einn og einn lax veiðst í hliðarám sem laxinn veiðist vanalega ekki í . Einn lax vó um tuttugu pund og var hann settur í klakkistu. Besti dagurinn í sumar var í lok ágúst, þá veiddust 42 laxar í ánni.
Á Jöklusvæðinu vantaði orðið rigningu en þegar hún veiddu menn fimm laxa. Á svæðinu hafa veiðst 160 laxar í sumar en veiði lýkur í lok september.
Í Laxá í Nesjum hefur veiðst ágætlega í sumar en flóð kom í ánna í vikunni. Tveir laxar sem vega rúm 20 pund hafa veiðst þar í sumar og voru þeir báðir úr seiðasleppingu 2006.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.