Skip to main content

Fjárframlög til fræðaseturs HÍ tryggð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. jan 2009 08:28Uppfært 08. jan 2016 19:19

Fjárframlög til fræðaseturs Háskóla Íslands á Egilsstöðum eru tryggð á þessu ári. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnaði því á fundi sínum nýverið. Í bókun ráðsins segir að væntingar séu miklar til starfsemi fræðasetursins.

merkid.jpg

Ómetanlegar rannsóknir og frumkvöðlastarf fari fram á sambærilegum setrum sem skipti þróun byggðar og atvinnulífs í landinu afar miklu máli. Sveitarfélagið hafi í nokkur ár lagt áherslu á stuðning við fræðasetrið á Egilsstöðum og líti á það sem mikilvægan lið í uppbyggingu Vísindagarðsins ehf., staðbundins háskólanáms og þess þekkingarsamfélags sem stefna sveitarfélagsins kveður á um.