Orkumálinn 2024

Fjárframlög til fræðaseturs HÍ tryggð

Fjárframlög til fræðaseturs Háskóla Íslands á Egilsstöðum eru tryggð á þessu ári. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnaði því á fundi sínum nýverið. Í bókun ráðsins segir að væntingar séu miklar til starfsemi fræðasetursins.

merkid.jpg

Ómetanlegar rannsóknir og frumkvöðlastarf fari fram á sambærilegum setrum sem skipti þróun byggðar og atvinnulífs í landinu afar miklu máli. Sveitarfélagið hafi í nokkur ár lagt áherslu á stuðning við fræðasetrið á Egilsstöðum og líti á það sem mikilvægan lið í uppbyggingu Vísindagarðsins ehf., staðbundins háskólanáms og þess þekkingarsamfélags sem stefna sveitarfélagsins kveður á um.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.