Skip to main content

Fjölbreytt Mottumarsdagskrá Krabbameinsfélags Austfjarða

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. mar 2025 10:17Uppfært 13. mar 2025 10:23

Hjá Krabbameinsfélagi Austfjarða hefur fólk ekki slegið slöku við að minna á krabbameinsátakið Mottumars með ýmsum leiðum. Sérstök Mottumarsmessa verður meðal annars haldin í Eskifjarðarkirkju á sunnudaginn kemur.

Sem endranær eru allir velkomnir á viðburði félagsins sem eru gjarnan fleiri og fjölbreyttari en almennt gerist í  þessum mánuði. Þetta árið er megináhersla Mottumars lögð á tenginguna milli krabbameins og lífsstíls en bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á mjög löngum tíma.

Á Mottumarsmessunni mun Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir leiða athöfnina, boðið verður upp á tónlistaratriði auk þess sem aðstandandi krabbameinssjúklings heldur erindi.

Það fjarri því það eina sem Krabbameinsfélagið býður upp á um helgina því félagið í samvinnu við Þorbjörgu Ólöfu Jónsdóttur og Skíðasvæðið í Oddskarði ætlar að kynna áhugasömum fyrir dásemdum skíðagöngu með sérstöku námskeiði á laugardaginn kemur.

Um liðna helgi hélt bryddaði félagið upp á sérstöku Mottumarskvöldi sem tókst vonum framar og var fjölsótt enda áhugaverð erindi þar flutt og sérstakt Mottumarsband spilaði fyrir gesti. Þá hélt fríður hópur í fjölskyldugöngu félagsins í Skálavík í Fáskrúðsfirði í frábæru veðri þar sem meðfylgjandi mynd var tekin.