Fjarðabyggð úthlutar menningarstyrkjum

Menningar-, íþrótta- og ferðamálanefnd Fjarðabyggðar úthlutaði í gær styrkjum til menningarmála í sveitarfélaginu. Alls bárust 36 umsóknir uppá rúmlega 15 milljónir króna. Nefndin lýsti yfir ánægju sinni með gróskuna í menningarlífi í sveitarfélaginu sem fjöldi og gæði umsókna endurspegla. Ekki er unnt að styrkja alla en eftir yfirferð umsókna og flokkun þeirra samþykkti nefndin úthlutun á tveimur og hálfri milljón króna.

fjaragbyggarlg.jpg

 Skíðamiðstöðin Oddsskarði, tírólakvöld

180.000.-

Leikfélag ME, leiksýning

90.000.-

Kirkju- og menningarmiðstöðin, Carmina Burana

180.000.-

Kirkju- og menningarmiðstöðin, Duoið Stemma

100.000,-

Kirkju- og menningarmiðstöðin, Jesus Christ Superstar

350.000.-

Kór Reyðarfjarðarkirkju, sumartónleikar

90.000,-

Kári Þormar, kammerkóramót

150.000.-

Kór Fjarðabyggðar, aðventutónleikar

180.000.-

Daníel Arason, heildarútgáfa á lögum Inga T

90.000.-

Albert Eiríksson, sumartónleikar

90.000.-

Varberg, ljósmyndasýning og markaður

120.000.-

Stefán Magússon, Eistnaflug

150.000.-

Jón Knútur Ásmundsson, útvarpsþættir um snjóflóðin á Norðfirði

70.000.-

Leikfélagið Djúpið, leiksýning

150.000.-

Daníel Arason, jólafriður

180.000.-

Jón Hilmar Kárason, Jazzhátíðin JEA

200.000.-

Ríkharður Valtingojer, sýning

90.000.-

Bókasafnið Eskifirði, bókaverðlaun barnanna

20.000.-

Bókasafnið Reyðarfirði, bókaverðlaun barnanna

20.000.-

2.500.000.-

Aðrir aðilar sem hljóta rekstrarstyrki frá nefndinni árið 2009 eru Sjóminjasafn Austurlands, Franskir Dagar, Brján, Minningarsjóður Jóns Lunda og Listasmiðja Norðfjarðar. Þessir aðilar fá samtals 2.088.000 kr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.