Ferðamenn illa áttaðir á aðstæðum á hálendi

Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði hefur haft ærin verkefni undanfarna daga því félagar sveitarinnar voru nýlega við hálendisgæslu. Þeir vöktuðu umferð fólks á Sprengisandi og höfðu svæðið frá Jökulheimum í suðri til Réttartorfu í norðri undir, en héldu til í Nýjadal. Athygli vakti hversu margt ferðafólk áttaði sig illa á aðstæðum á hálendinu og var því vanbúið.

sprengisandur.jpg

Samkvæmt Jóni Sigurðarsyni, björgunarsveitarmanni á Vopnafirði, voru verkefnin margs konar, allt frá bílveltum til kennslu á GPS tæki. ,,Það vakti athygli okkar hversu margir sem þarna ferðuðust voru ekki með á hreinu hvar þeir voru staddir í heiminum eða hvaða aðstæður íslenska hálendið biði upp á,“ segir Jón á vefsíðu sinni; www.vopnafjordur.is.

vopni.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.