Ferðamenn illa áttaðir á aðstæðum á hálendi

Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði hefur haft ærin verkefni undanfarna daga því félagar sveitarinnar voru nýlega við hálendisgæslu. Þeir vöktuðu umferð fólks á Sprengisandi og höfðu svæðið frá Jökulheimum í suðri til Réttartorfu í norðri undir, en héldu til í Nýjadal. Athygli vakti hversu margt ferðafólk áttaði sig illa á aðstæðum á hálendinu og var því vanbúið.

sprengisandur.jpg

Samkvæmt Jóni Sigurðarsyni, björgunarsveitarmanni á Vopnafirði, voru verkefnin margs konar, allt frá bílveltum til kennslu á GPS tæki. ,,Það vakti athygli okkar hversu margir sem þarna ferðuðust voru ekki með á hreinu hvar þeir voru staddir í heiminum eða hvaða aðstæður íslenska hálendið biði upp á,“ segir Jón á vefsíðu sinni; www.vopnafjordur.is.

vopni.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar