„Fannst full ástæða að gera okkar til að minna á R.E.M.“
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. apr 2025 16:34 • Uppfært 02. apr 2025 16:38
Fimm tónlistarmenn á Norðfirði undir hljómsveitarnafninu Krem ætla á laugardagskvöld að spila lög eftir bandarísku rokksveitina R.E.M. í Tónspili í Neskaupstað. Hljómsveitarmeðlimur segir nauðsynlegt að hjálpa fólki að rifja hversu skemmtileg hljómsveit R.E.M. hafi verið.
„R.E.M. er frábær hljómsveit sem gaf út fjölda góðra platna og á ótrúlega mörg vinsæl lög. Þekktustu lög sveitarinnar eru frá miðjum níunda áratugnum og fram undir síðustu aldamót.
Því miður hætti sveitin árið 2011 og hennar handanlíf hefur verið frekar viðburðalítið, það er tónlistin hefur dálítið horfið. Þess vegna fannst okkur full ástæða til að leggja okkar af mörkum til að minna á R.E.M. Ég er viss um að ef fólk gæfi sér tíma þá myndi fljótt rifjast upp fyrir því að þetta var stórskemmtilegt band,“ segir Jón Knútur Ásmundsson, trommuleikari Krems.
Hann segir aðdraganda tónleikanna vera þá að hann og söngvarinn Guðmundur R. Gíslason hafi reglulega spilað saman tónlist síðustu ár og þeir hafi stundum rætt hvort rétt væri að æfa upp dagskrá með lögum R.E.M. Með stuðningi Jóns Hilmars Kárasonar, Þorláks Ægis Ágústssonar og Kára Kresfelders sé það að gerast.
„Við Guðmundur eru báðir aðdáendur R.E.M. Ég hef verið það síðan ég unglingur, þetta var eiginlega fyrsta hljómsveitin sem ég féll fyrir eftir að ég varð unglingur. Ég man að bekkjarbróðir minn í Nesskóla var byrjaður á hlusta á sveitina og kynnti mig fyrir henni.
Það sem R.E.M. gerði var svo ferskt og skemmtilegt en um leið listrænt og dálítið öðruvísi en önnur tónlist sem var í gangi á þessum tíma. Sérstaklega á fyrri hluta ferilsins var dulúð yfir sveitinni, meðlimir hennar voru lítið frægir. Það var því það kom aldrei fram á plötunum hver væri hver á myndunum eða spilaði á hvaða hljóðfæri.
R.E.M. starfaði frá 1980-2011, sendi þá frá sér plötuna Collaps Into Now. Mestum vinsældum náði sveitin snemma á tíunda áratugnum með lögum eins og Losing My Religon, Everybody Hurts, What‘s the Frequency Kenneth og Shiny Happy People.
„Við ætlum að vera í vinsælustu lögunum en tökum líka eitthvað af eldra efninu af virðingu við sveitina og svo líka af seinni plötunum sem fengu ekki endilega góða gagnrýni en eiga sín lög.“