Fá þrjú hundruð milljónir í skuldabréfaútboði
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að taka tilboði um skuldabréf að andvirði þrjú hundruð milljónum króna á 6,6% vöxtum. Er þetta gert til að mæta fjármögnun verkefna á vegum sveitarfélagsins næstu mánuði, en allt í allt mun þurfa um einn og hálfan milljarð króna til að ljúka áætluðum verkefnum á árinu. Þar á meðal er viðbygging við Grunnskólann á Egilsstöðum. Reiknað er með að þrjú hundruð milljónirnar fleyti verkefnum fram til vors en sveitarfélagið mun samhliða leita fleiri fjármögnunarleiða.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að taka tilboði um skuldabréf að andvirði þrjú hundruð milljónum króna á 6,6% vöxtum. Er þetta gert til að mæta fjármögnun verkefna á vegum sveitarfélagsins næstu mánuði, en allt í allt mun þurfa um einn og hálfan milljarð króna til að ljúka áætluðum verkefnum á árinu. Þar á meðal er viðbygging við Grunnskólann á Egilsstöðum. Reiknað er með að þrjú hundruð milljónirnar fleyti verkefnum fram til vors en sveitarfélagið mun samhliða leita fleiri fjármögnunarleiða.
