Erfitt að meta stöðuna

Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðfjarðar segir erfitt meta stöðu hans í íslenska bankakerfinu sem hefur hrunið eins og spilaborg í vikunni. Framundan sé mikil uppstokkun í íslenska bankakerfinu.

 

ImageÍ kjölfar þriggja íslensku viðskiptabankanna á jafnmörgum nóttum hefur sú saga gengið í dag að Sparisjóður Norðfjarðar standi einna styrkustum fótum af íslenskum fjármálastofnunum. Vilhjálmur G. Pálsson, sparisjóðsstjóri, segir það orðum aukið, erfitt sé að meta stöðuna þegar bankakerfið allt sé hrunið.
„Allar stofnanir á fjármálamarkaði tengjast hver öðrum og fyrirtækjum í landinu. Það er ekki nokkur leið að spá fyrir um það hverjir standa best. Allir standa auðvitað sárir eftir. Enduruppbygging liggur á herðum stjórnvalda og Fjármálaeftirlits með aðstoð starfsmanna banka og sparisjóða og almennings. Aðalatriðið er að séreignalífeyrissparnaður og innstæður eru tryggðar hvar sem þær eru í bankakerfinu.“
Hann hefur orðið var við mikinn óróleika viðskiptavina í bankakerfinu og bætir því við að Sparisjóðurinn bjóði auðvitað alla velkomna í viðskipti sem til hans leiti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.