Erfitt að meta stöðuna
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. okt 2008 13:29 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðfjarðar segir erfitt meta stöðu hans í íslenska bankakerfinu sem hefur hrunið eins og spilaborg í vikunni. Framundan sé mikil uppstokkun í íslenska bankakerfinu.
Í kjölfar þriggja íslensku viðskiptabankanna á jafnmörgum nóttum hefur sú saga gengið í dag að Sparisjóður Norðfjarðar standi einna styrkustum fótum af íslenskum fjármálastofnunum. Vilhjálmur G. Pálsson, sparisjóðsstjóri, segir það orðum aukið, erfitt sé að meta stöðuna þegar bankakerfið allt sé hrunið.„Allar stofnanir á fjármálamarkaði tengjast hver öðrum og fyrirtækjum í landinu. Það er ekki nokkur leið að spá fyrir um það hverjir standa best. Allir standa auðvitað sárir eftir. Enduruppbygging liggur á herðum stjórnvalda og Fjármálaeftirlits með aðstoð starfsmanna banka og sparisjóða og almennings. Aðalatriðið er að séreignalífeyrissparnaður og innstæður eru tryggðar hvar sem þær eru í bankakerfinu.“
Hann hefur orðið var við mikinn óróleika viðskiptavina í bankakerfinu og bætir því við að Sparisjóðurinn bjóði auðvitað alla velkomna í viðskipti sem til hans leiti.