Skip to main content

Endurnýja samstarfssamning

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. okt 2008 16:40Uppfært 08. jan 2016 19:18

Fljótsdalshreppur og Landsbanki Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning um Verkefna-og rannsóknarsjóð Fljótsdalshrepps og Landsbankans.

 

ImageSamningurinn er til 3ja ára og felur í sér árlegt framlag aðila í sjóð sem úthlutar verkefnastyrkjum. Markmið sjóðsins  eru að hvetja háskólafólk til að vinna lokaverkefni sín í og um Fljótsdalshrepp og að styðja við verkefni er tengjast sveitarfélaginu.
Á undanförnum þremur árum hefur sjóðurinn styrkt átta verkefni. Má þar nefna rannsóknir við Eyjabakkajökul, kortlagningu jarðhita í Fljótsdalshreppi, BA lokaverkefni um fornleifauppgröftinn á Skriðuklaustri og menningartengda ferðaþjónustu, og úttetekt á kolefnisbindingu í Fljótsdalshreppi.