Endurnýja samstarfssamning

Fljótsdalshreppur og Landsbanki Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning um Verkefna-og rannsóknarsjóð Fljótsdalshrepps og Landsbankans.

 

ImageSamningurinn er til 3ja ára og felur í sér árlegt framlag aðila í sjóð sem úthlutar verkefnastyrkjum. Markmið sjóðsins  eru að hvetja háskólafólk til að vinna lokaverkefni sín í og um Fljótsdalshrepp og að styðja við verkefni er tengjast sveitarfélaginu.
Á undanförnum þremur árum hefur sjóðurinn styrkt átta verkefni. Má þar nefna rannsóknir við Eyjabakkajökul, kortlagningu jarðhita í Fljótsdalshreppi, BA lokaverkefni um fornleifauppgröftinn á Skriðuklaustri og menningartengda ferðaþjónustu, og úttetekt á kolefnisbindingu í Fljótsdalshreppi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.