Endurbyggja Fjölskyldulundinn á Seyðisfirði frá grunni
Margar hendur vinna létt verk og þess vegna gekk fyrsta skrefið í endurbyggingu Fjölskyldulundarins á Seyðisfirði tiltölulega vel en fyrsta skrefið í þeirri endurbyggingu hófst fyrir hádegi í gær.
Fjölskyldulundinn þekkja allir Seyðfirðingar en sá hefur staðið við Dagmálalæk í árafjöld þó lítið hafi verið hirt um lundinn atarna um áratugaskeið. Þar var í upphafi gamalt skýli og steinhleðsluveggir til að heimamenn ættu skjólgóðan samastað í fallegri náttúrunni við bæinn. Stór hluti þessa fallið og undir gróðri nú síðari ári en hópur fólks hittist í gær og hófst handa við að koma staðnum til vegs og virðingar á ný.
Kristinn Már Jóhannesson, einn forsprakka verkefnisins, segir þennan fyrsta áfanga verksins hafa gengið vel en líklegt þurfi margar liðlegar hendur minnst tvisvar í viðbót áður en takist að koma staðnum í sitt gamla form.
„Ég fékk alveg sæg af fólki með mér í þetta í afskaplega góðu veðri í gær. Bæði þar um heimamenn að ræða en ég fékk líka með mér fólk sem vinnur með mér hjá Alcoa í Reyðarfirði til að leggja hönd á plóg. Þar hjálpaði mikið líka að við vorum búin að fá styrk frá Alcoa til endurreisnarinnar líka. Gærdagurinn gekk vel en er bara fyrsti hlutinn af líklega tveimur eða þremur sem þarf til að koma öllu í gott horf. Það sem við gerðum í gær snérist um að rífa það sem fyrir var og endurhlaða steinhleðsurnar en það er töluvert verk eftir enn. Allir góðir hlutir gerast hægt.“