Skip to main content

Elvar ekki til Hvatar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. jún 2008 22:53Uppfært 08. jan 2016 19:18

Elvar Jónsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Fjarðabyggðar, verður ekki næsti þjálfari 2. deildar liðs Hvatar frá Blönduósi. David Hannah er nýr aðstoðarþjálfari Magna Fannberg.

 

Í tilkynningu sem Fjarðabyggð sendi frá sér í gær segir að breytingin hafi verið ljós um leið og David samdi við félagið og í fullri sátt við Elvar. Hann var í haust orðaður við Hvöt en liðið réði Kristján Óla Sigurðsson. Sá hætti í seinustu viku og í frétt á vef Hvatar er þessum möguleika velt upp. „Elvar.... ertu ekki á leiðinni? Við getum alveg sótt þig sko“

Í samtali við Austurgluggann í gær hafnaði Elvar þessum möguleika. Hann sagðist sáttur við að víkja fyrir Hannah og að hann vildi ekki rífa sig og fjölskyldu sína upp frá Norðfirði.

Tveir leikmenn Fjarðabyggðar eru í láni hjá Hvöt.