Eldur í parhúsi á Reyðarfirði

 

Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað að parhúsi við Stekkjargrund á Reyðarfirði kl. 04:23 í nótt. Þar höfðu nágrannar orðið varir við eld í íbúð og kölluðu til slökkvilið. Þeir ræstu jafnframt íbúa sem var sofandi í íbúðinni og komst hann út. Það tók Slökkvilið Fjarðabyggðar aðeins nokkrar mínútur að ráða niðurlögum eldsins, en skemmdir urðu í íbúðinni af sóti og reyk.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.