Skip to main content

Drífandi syngur á Heklumóti

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. okt 2008 15:56Uppfært 08. jan 2016 19:18

Karlakórinn Drífandi á Fljótsdalshéraði syngur á Húsavík næstkomandi laugardag ásamt sjö öðrum karlakórum, undir yfirskriftinni Heklumót 2008.

Kórarnir munu meðal annars frumflytja nýtt íslenskt tónverk og koma á þriðja hundrað karlraddir að flutningnum.

 

 

 

 

 

 

Heklumótið verður haldið í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. nóvember og hefst kl. 14. Hekla, samband norðlenskra karlakóra, stendur fyrir mótinu, sem á sér ríflega sjö áratuga sögu.

Þátttakendur nú eru auk Drífanda, Karlakór Akureyrar-Geysir, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Karlakór Dalvíkur, Karlakórinn Ernir á norðanverðum Vestfjörðum, Karlakór Eyjafjarðar, Karlakórinn Heimir í Skagafirði og gestgjafarnir Karlakórinn Hreimur á Húsavík.


Í fréttatilkynningu segir að undirbúningsnefnd Heklumóts 2008 hafi fengið Guðmund Óla Gunnarsson, tónlistarkennara og stjórnanda, til að semja nýtt lag fyrir mótið. Verkið ber heitið ,,Þú, sem eldinn átt í hjarta," og er samið við texta Davíðs Stefánssonar. Þarna verður því um frumflutning að ræða á nýju íslensku tónverki, sem samið er fyrir karlakóra.

Heklumót hafa verið haldin frá því árið 1935. Mótin eru haldin fjórða hvert ár og er þetta hið sautjánda í röðinni. Á Heklumóti 2008 syngur hver kór fyrir sig þrjú lög og síðan syngja allir kórarnir saman fimm lög, sérstaklega valin fyrir þetta tækifæri. Þar skiptast söngstjórar kóranna á að stjórna. Vel á þriðja hundrað karlar munu þar sameinast í söng.

 

 

 

 

 

 

 

 

heklumot_2004.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heklumót 2004