Drengur slasast í Svínadal

Drengur, sem var með föður sínum á rjúpnaveiðum í Svínadal í Reyðarfirði, slasaðist alvarlega í dag. Hann hrapaði fram af klettum, átta til tíu metra niður. Björgunarsveitin Ársól sótti drenginn og var hann fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á sjúkrahús.

Drengurinn, sem lenti í urð undir klettunum, var talinn vera með höfuðáverka eftir fallið. Þegar björgunarsveitarmenn frá Ársól komu á staðiinn var hann með takmarkaða meðvitund. Hann var fluttur í sjúkrabíl til Egilsstaða og þaðan með sjúkraflugi á bráðamóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss. Líðan hans er sögð eftir atvikum.


 

 


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.