Dæmdur fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás.

 

Árásin átti sér stað í sumar á móts við félagsheimilið Valhöll á Eskifirði. Hann sló fórnarlamb sitt hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að það kinnbeins og kjálkabrotnaði. Í dómnum kemur fram að full sátt náðist milli árásarmannsins og brotaþola um bætur utan dóms og var það metið til mildunar refsingar. Einnig var tekið tillit til þess að hjá lögreglu kom fram að til átaka hafði komið milli mannanna skömmu fyrir árásina. Á móti þótti dómnum árásin harkaleg og hafa ollið töluverðu líkamstjóni.
Ákærði hefur ekki áður hlotið dóm. Hann þarf einnig að greiða sakarkostnað og laun skipaðs verjenda, ríflega 90.000 krónur.
Halldór Björnsson, nýr héraðsdómari, kvað upp dóminn.
Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.