Skip to main content

Diddú og Egill í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. nóv 2008 22:14Uppfært 08. jan 2016 19:19

Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð býður Austfirðingum á glæsilega tónleika um næstu helgi. Marka þeir upphaf aðventunnar og ættu að koma fólki í rétta skapið fyrir aðdraganda jóla. Kór Fjarðabyggðar heldur þá sína árlegu aðventutónleika og hefjast þeir í menningarmiðstöðinni á Eskifirði kl. 16.

didd_siasta_lag_fyrir_svistvarp.jpg

Frumflutt verður jólalag Austurlands 2008 eftir Austfirðinginn Stefán Arason, sem útsett er fyrir hljómsveit, kór, barnakór og tvo einsöngvara. Sérstakir gestir á tónleikunum verða tveir af okkar bestu söngvurm, þau Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir, ásamt barnakórum úr Fjarðabyggð.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá má sjá á www.tonleikahus.is
 en miða má nálgast í útibúum Landsbankans í Fjarðabyggð og við innganginn.

Stjórnandi er Kári Þormar

egill.jpg