Damien Rice á Borgarfjörð
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. apr 2008 12:33 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Írski tónlistarmaðurinn
Damien Rice spilar á Bræðslutónleikunum á Borgarfirði síðustu helgina í júlí.
Þetta var staðfest af tónleikahöldurum í morgun.
Rice hefur þrisvar
áður spilar á tónleikum á Íslandi. Hann sló í gegn með plötu sinni O og fylgdi
henni eftir með 9 árið 2006. Tónleikarnir í Bræðslunni hafa verið haldnir
undanfarin fjögur ár en fyrir tveimur árum kom skoska rokkhljómsveitin Belle
& Sebastian í heimsókn.