Skip to main content

Byrja á úrslitaleiknum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. ágú 2008 01:02Uppfært 08. jan 2016 19:18

 

Dagskrá Fljótsdalsdags, lokadags Ormsteitis, hefst á úrslitaleiknum í handknattleik karla á Ólympíuleikunum.

„Við ætlum að sýna leikinn á breiðtjaldi í félagsheimilinu okkar, Végarði,“ segir Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir, formaður ferðamálanefndar Fljótsdalshrepps um Fljótsdælinga sem taka daginn snemma klukkan 08:00. „Það taka allir daginn snemma til að senda strákunum okkar hlýja strauma.“
Að leik loknum geta menn valið um þrautakeppni fjölskyldunnar í Víðivallaskógi eða gönguferð frá Hrafngerðisá að Parthúsum undir leiðsögn Helga Hallgrímssonar. Eftir hádegi er dagskrá á Skriðuklaustri, tónleikar með Múgsefjun og Þristarleikarnir þar sem meðal annars er keppt í fjárdrætti. Dagskránni lýkur á guðþjónustu við rústir Skriðuklausturs í tilefni messudags klausturkirkjunnar fornu. Séra Davíð Tencer, munkur að Kollaleiru og séra Lára G. Oddsdóttir þjóna við guðsþjónustuna.
Á morgun er bæjarhátíð á Egilsstöðum. Dagskráin teygir sig yfir allan daginn en nær hápunkti um kvöldið með hreindýraveislu, kvöldvöku og nostalgíu dansleik.