Skip to main content

Byggingaframkvæmdum frestað

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. okt 2008 13:12Uppfært 08. jan 2016 19:18

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur ákveðið að fresta framkvæmdum við nýjan leikskóla á Eyrinni í Neskaupstað og 3. áfanga Skólamiðstöðvarinnar á Fáskrúðsfirði. Ástæðuna má rekja til skorts á lánsfé og segja bæjaryfirvöld ekki annan kost í stöðunni.

Helga Jónsdóttir, bæjarstýra Fjarðabyggðar, segir ákvörðunina erfiða. Hins vegar verði stefnt að því að hefja framkvæmdir við leikskólann og Skólamiðstöðina eins fljótt og kostur er. Vinna á áfram að því að fjarlægja byggingar á Eyrinni og undirbúa svæðið fyrir nýframkvæmdir.