Busavígslur séu sameiginlegt verkefni

Fréttatilkynning frá Heimili og skóla: Nú er tími svokallaðra busavígslna í framhaldsskólum landsins. Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hvetur skólayfirvöld til að hlutast til um skipulagið og kynna það á heimasíðum skólanna. Þetta er verkefni sem nemendur, skólayfirvöld og foreldrar eiga að vinna saman að. Líklegt er að góður undirbúningur, samvinna og samráð komi í veg fyrir ofbeldi og auki ánægjuna sem fylgir því að byrja í nýjum skóla. Busavígslur eiga að vera uppbyggjandi og ánægjulegar og til þess gerðar að taka vel á móti nýjum nemendum.

busun.jpg

-

Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.