Busavígslur séu sameiginlegt verkefni

Fréttatilkynning frá Heimili og skóla: Nú er tími svokallaðra busavígslna í framhaldsskólum landsins. Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hvetur skólayfirvöld til að hlutast til um skipulagið og kynna það á heimasíðum skólanna. Þetta er verkefni sem nemendur, skólayfirvöld og foreldrar eiga að vinna saman að. Líklegt er að góður undirbúningur, samvinna og samráð komi í veg fyrir ofbeldi og auki ánægjuna sem fylgir því að byrja í nýjum skóla. Busavígslur eiga að vera uppbyggjandi og ánægjulegar og til þess gerðar að taka vel á móti nýjum nemendum.

busun.jpg

-

Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar