Skip to main content

Breiðdalshreppur vill að byggðakvóta verði úthlutað jafnt á báta

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. jan 2009 16:55Uppfært 08. jan 2016 19:19

Breiðdalshreppur hefur óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að í stað þess að miða við landaðan afla í úthlutun byggðakvóta, verði byggðakvóta sveitarfélagsins úthlutað jafnt á þá báta sem sækja um og uppfylla skilyrði reglugerðar um úthlutunina að öðru leyti.

breidalsvk_vefur.jpg

Segir í bréfi Páls Baldurssonar sveitarstjóra, sem dagsett er um miðjan desember síðastliðinn, að staða byggðarlagsins sé með þeim hætti að að enginn kvóti sé lengur vistaður á staðnum. Fáir bátar séu skráðir á Breiðdalsvík og útgerð þeirra hafi verið slitrótt undanfarin misseri. Nýir aðilar séu teknir við rekstri frystihússins og það því mat sveitarstjórnar að eðlilegast sé í ljósi þeirra reglna sem gilda um úthlutun byggðakvóta að úthlutað verði jafnt á þá aðila sem sækja um og uppfylla skilyrðin að öðru leyti.

breidalsvk_vefur2.jpg