Breiðdalshreppur vill að byggðakvóta verði úthlutað jafnt á báta

Breiðdalshreppur hefur óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að í stað þess að miða við landaðan afla í úthlutun byggðakvóta, verði byggðakvóta sveitarfélagsins úthlutað jafnt á þá báta sem sækja um og uppfylla skilyrði reglugerðar um úthlutunina að öðru leyti.

breidalsvk_vefur.jpg

Segir í bréfi Páls Baldurssonar sveitarstjóra, sem dagsett er um miðjan desember síðastliðinn, að staða byggðarlagsins sé með þeim hætti að að enginn kvóti sé lengur vistaður á staðnum. Fáir bátar séu skráðir á Breiðdalsvík og útgerð þeirra hafi verið slitrótt undanfarin misseri. Nýir aðilar séu teknir við rekstri frystihússins og það því mat sveitarstjórnar að eðlilegast sé í ljósi þeirra reglna sem gilda um úthlutun byggðakvóta að úthlutað verði jafnt á þá aðila sem sækja um og uppfylla skilyrðin að öðru leyti.

breidalsvk_vefur2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.