Breiðdalsá byrjar vel
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. júl 2008 18:03 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Sjö laxar komu á land í Breiðdalsá í gær, sem var fyrsti laxveiðidagurinn í ánni á þessu sumri.
Þrír laxar í viðbót bitu á en fóru af. Allir laxarnirnema einn komu á flugu. Flestum löxunum var sleppt aftur í ána. Þeir voru bæði smáir og stórir.
Kristján Benediktsson, veiðimaður, hefur dvalið eystra undanfarið og veitt. Bæði myndir og texta má sjá á bloggsíðu hans, http://stjaniben.wordpress.com/ .