Orkumálinn 2024

Borgarfjarðarvegur ekki endurbættur í ár

Ekki verður ráðist í auglýstar endurbætur á veginum til Borgarfjarðar eystri í ár. Eitt tilboð, vel yfir kostnaðaráætlun barst í verkið.

 

ImageTilboðið í vegarkaflann frá Lagarfossvegamótum að Sandi í Hjaltastaðaþingá, var opnað í lok maí. Í Austurglugganum var sagt frá að því hefði verið hafnað og ekki yrði farið í verkið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Í fréttatilkynningu frá Samgöngumálaráðuneytinu í vikunni var sagt að unnið yrði í vegarkaflanum „milli Lagarfoss og Unaóss á utanverðu Héraði“ í sumar.
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ljóst sé að ekki verði farið í verkið í ár. „Málið var skoðað eftir að tilboðinu var hafnað. Verktaki endurreiknaði
eftir viðræður við Vegagerðina en það dugði ekki til. Þar sem ljóst er að ekki verður farið í verkið í ár er til skoðunar að bjóða verkið út að nýju, en endanleg ákvörðun ekki tekin enn í málinu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.