Skip to main content

Bílvelta í Hamarsfirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. des 2008 12:47Uppfært 08. jan 2016 19:19

Bíll valt í Hamarsfirði í gærdag. Fjórir voru í bílnum en slösuðust ekki og þykir það mildi. Sjúkrabifreið kom á vettvang en þegar til kom þurfti einungis einn úr bílveltunni minni háttar aðhlynningu á heilsugæslunni á Djúpavogi, vegna höfuðhöggs. Bíllinn er ónýtur.

19_20_59---snow-covered-road_web.jpg

Að sögn lögreglu er vegurinn í Hamarsfirði, þar sem bíllinn valt, hættulegur. Þar varð banaslys fyrir nokkrum misserum. Er vegurinn kúptur eftir stórfellda þungaflutninga um hann og að viðbættri hálku eins og var í gær sé vegkaflinn einkar viðsjárverður.