Bílvelta í Hamarsfirði

Bíll valt í Hamarsfirði í gærdag. Fjórir voru í bílnum en slösuðust ekki og þykir það mildi. Sjúkrabifreið kom á vettvang en þegar til kom þurfti einungis einn úr bílveltunni minni háttar aðhlynningu á heilsugæslunni á Djúpavogi, vegna höfuðhöggs. Bíllinn er ónýtur.

19_20_59---snow-covered-road_web.jpg

Að sögn lögreglu er vegurinn í Hamarsfirði, þar sem bíllinn valt, hættulegur. Þar varð banaslys fyrir nokkrum misserum. Er vegurinn kúptur eftir stórfellda þungaflutninga um hann og að viðbættri hálku eins og var í gær sé vegkaflinn einkar viðsjárverður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.