Bjóða reglulegar bátsferðir frá Beituskúrnum fljótlega í júní
Frá og með 10. júní geta gestir Beituskúrsins og aðrir áhugasamir heimamenn eða gestir í Neskaupstað bókað klukkustundar langa bátsferð um náttúrudásemdir fjarðarins og nágrennis.
Þessi hugmynd hefur lengi tollað í hausnum á Guðröði Hákonarsyni, rekstraraðila veitingahússins Beituskúrsins, en þar er allt að komast á fullt fyrir sumarið. Það var einmitt hugmyndin með að reisa litla bryggju út frá Beituskúrnum frá upphafi að bjóða einhvers konar bátsferðir í framtíðinni.
Sú framtíð er strax í júní en samningaviðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Eldingu eru á lokastigi að sögn Hákonar en horft sé til 10. júní með fyrstu ferðina.
„Þarna verður um klukkustundarlangan túr að ræða og hægt að bóka annaðhvort á vef Eldingar eða í Beituskúrnum ef svo ber undir. Á þessu stigi er ekki alveg ljóst hvort um einn túr á dag verður að ræða eða fleiri en það kemur í ljós á næstu dögum.“
Tólf einstaklingar komast í hvern túr og skal skoða meðal annars siglt út með Nípunni og fuglalífið og strandlengjan skoðuð enda mikil náttúrufegurð á þessum slóðum. Svo er farið með fólk í Hellisfjörðinn áður en snúið er til baka til bryggju.