Skip to main content

Bjóða í laxasmökkun hjá Kaldvík bæði á Eskifirði og Djúpavogi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. feb 2025 15:47Uppfært 28. feb 2025 15:58

Allir sem eru forvitnir eða áhugasamir um þau fjölbreyttu verkefni sem vinna þarf hjá fiskeldisfyrirtækinu Kaldvík eru boðnir velkomnir í lax, kaffi og kleinur á starfsstöðvum fyrirtækisins bæði á Eskifirði og Djúpavogi á morgun.

Þetta er fyrsta skref nýs fyrirtækis, sem áður var Ice Fish Farm, að opna starfsemina fyrir nærsveitungum enda starfsemi slíkra fyrirtækja töluvert meiri og fjölbreyttari en en fóðurgjöf við kvíarnar að sögn Ólafar Helgu Jónsdóttur, gæða- og framleiðslustjóra.

„Okkur lengi langað að gefa þeim samfélögunum sem við störfum í betri innsýn inn í starfsemina okkar og þetta opna hús er svona fyrsta skrefið í því ferli. Við erum að sjá fyrir okkur að gera svona nokkuð tvisvar árlega héðan í frá og opna dyrnar fyrir alla sem eru áhugasamir um að koma inn og kynna sér starfsemina okkar. Raunin er held ég að margt fólk áttar sig ekki á því sem þarf að gera á okkar fjölbreyttu vinnustöðum. Þetta er náttúrulega mjög ungur iðnaður hérlendis og hingað til ekki verið lagt ýkja mikið upp úr því að kynna hversu starfsemin er í raun fjölbreytt og viðamikil. Raddir annarra en okkar sem standa að slíkri framleiðslu hafa gjarnan verið háværari en hluti þess skýrist hugsanlega af því að ekki margir þekkja starfsemina. Nú gefst færi á að kynna sér það og fá sér ferskan lax og annað góðgæti.“

Opni dagurinn stendur frá klukkan 14 til 17 á morgun.

Rekstur fiskeldisfyrirtækja töluvert viðameiri en einungis að næra laxfiska í kvíum en um það allt gefst færi á að kynna sér á morgun.